Forsíða » Um okkur
Um okkur
KOMUM ráðstefnur var stofnað árið 2021 og byggir á áratugalangri reynslu starfsfólks í ráðstefnuskipulagningu. Starfsfólk KOMUM hefur komið að skipulagningu á hinum ýmsu ráðherrafundum, fundum á vegum Norðurskautsráðsins, Vestnorden, evrópsku tannréttingaþingi, alþjóðlegum og norrænum ráðstefnum og fundum, jafnt stórum sem smáum.

Ingibjörg Eyborg Hjálmfríðardóttir (Imma)
Eigandi / Verkefnastjóri
Sími: 897 5559
imma@komum.is

Helga Gunnur Þorvaldsdóttir
Eigandi / Verkefnastjóri
Sími: 822 1806
helga@komum.is
SAMSTARFSAÐILAR
Styrkleiki fyrirtækisins liggur fyrst og fremst í áralangri og víðtækri reynslu eigendanna af skipulagningu funda og ráðstefna, sem og í öflugu samstarfsfólki KOMUM.
KOMUM vinnur náið með traustum samstarfsaðilum sem aðstoða við undirbúning og framkvæmd viðburða.
Þeir koma að fjölbreyttum þáttum verkefnanna, allt frá skipulagningu og tæknilegri framkvæmd til þjónustu á staðnum og mynda með okkur sterkt og samstillt teymi sem sér til þess að framkvæmd viðburða gangi hnökralaust og faglega fyrir sig.