Sýningar

Það fylgja því margvíslegir kostir að skipuleggja áhugaverða og faglega sýningu samhliða ráðstefnu. KOMUM notast við eitt besta bókunarkerfi sem völ er á fyrir sýningar og hefur algjöra sérstöðu hér á landi hvað það varðar. Starfsfólk KOMUM ráðstefna býr yfir mikilli reynslu í skipulagningu sýninga sem höfða til ráðstefnugesta og gera tillögu að hagkvæmri lausn í samræmi við aðstæður hverju sinni svo að viðburðurinn skili sem bestum árangri.

Styrktarpakkar

KOMUM hefur víðtæka reynslu af samstarfi við styrktaraðila í tengslum við fundi, ráðstefnur og þing og getur því boðið mismunandi lausnir sem hægt er að sníða í samræmi við eðli viðburða og þarfir verkkaupa hverju sinni.