Skráning

Vandað og viðurkennt alþjóðlegt ráðstefnukerfi KOMUM ráðstefna tryggir að gestir geti skráð sig á viðburði á auðveldan hátt og fengið allar nauðsynlegar upplýsingar á einum stað. KOMUM ráðstefnur annast öll samskipti við þátttakendur, svara þeim spurningum sem kunna að koma upp og veita aðstoð í hvívetna.

Starfsfólk KOMUM hefur langa og farsæla reynslu af skipulagningu ráðstefna, stórum sem smáum, bæði innanlands og utan. Reynslan hefur kennt að þróun skilvirkra ferla og framúrskarandi þjónustu í hvert skipti sé lykillinn að farsælum viðburði.

KOMUM tryggir fyrirhafnarlausa skráningu á viðburðinn og greiðan aðgang að nauðsynlegum upplýsingum. Auðvelt er að fylla út viðeigandi skráningarform á netinu, bóka hótel og ganga frá greiðslu. KOMUM notar viðurkennt og nútímalegt kerfi sem útbýr skráningarform sem er sniðið að þörfum hvers ráðstefnuhaldara hverju sinni.

Á ráðstefnustað er starfsfólk KOMUM ráðstefna tengiliður ráðstefnuhaldara og gesta hans og einnig til taks til að svara fyrirspurnum gesta, sjá um skráningu og afhendingu gagna.

Hótelbókanir

KOMUM ráðstefnur bókar, tryggir og ábyrgist næga gistingu í öllum verðflokkum fyrir gesti.

Ferðir

Þurfa gestir ykkar eða fyrirlesarar aðstoð við að skipuleggja ferðir? Vantar þá upplýsingar um dagsferðir eða hafa þeir áhuga á að bóka borð á veitingarhúsi? KOMUM ráðstefnur aðstoða!