Ágrip

Farsæl ráðstefna byggist á góðri dagskrá. Skipulagsnefnd er ábyrg fyrir því verkefni að tryggja gæði efnisins sem kynnt er á ráðstefnunni. KOMUM ráðstefnur taka á móti öllum innsendum ágripum frá höfundum sem óska eftir að kynna efni sitt í fyrirlestri. Notast er við viðurkennt umsjónarkerfi til að halda utan um dagskrá ráðstefnunnar og veita skipulagsnefnd nauðsynlega aðstoð. Öllum ágripum er safnað saman á stafrænu formi sem gefur skipulagsnefnd rýmri tíma til að meta gildi efnisins og gerir höfundum jafnframt kleift að breyta texta gerist þess þörf að mati nefndarinnar. KOMUM ráðstefnur er til staðar í öllu ferlinu – allt frá innsendingu ágripa til endanlegrar útgáfu.

KOMUM ráðstefnur setur upp skráningarform fyrir ágrip og sér um öll samskipti við höfunda.

Dagskrá og útgefið efni

Verkefnastjórar KOMUM ráðstefna aðstoða við uppsetningu á dagskrá og öðru er viðkemur ráðstefnunni, hvort heldur fyrir vefsíðu eða prentað efni. KOMUM vinnur með frábæru fólki sem eru sérfræðingar hvert á sínu sviði þegar kemur að grafískri hönnun, textagerð og öðru sem á þarf að halda við skipulagningu ráðstefna.