Verkefnastjórnun

Ráðstefnur og fundir eru kjörinn vettvangur til að hitta fólk i sama geira, byggja upp tengslanet og fræðast um það nýjasta hverju sinni. Styrkur KOMUM liggur í mikilli fagþekkingu starfsfólksins, viðamikilli reynslu í funda- og ráðstefnuskipulagningu og í öllu því sem snýr að þörfum ráðstefnugesta, allt frá því að þeir koma til landsins og þar til þeir snúa heim á ný.

KOMUM ráðstefnur leiðir undirbúning verkefnisins og samhæfir vinnu verkefnateymisins sem kemur að undirbúningi viðburðarins. Ítarlegur tékklisti, sem tekinn er saman af teymishópi fulltrúa verkkaupa og verksala í upphafi, geymir öll atriði er varða verkefnið og framkvæmd viðburðarins, þar með talin atriði er varða þjónustuna sem óskað er eftir sem og afhendingu hennar og fyrirkomulag á síðari stigum.

Fjármál

KOMUM sér um fjármálastjórn verkefnisins og setur upp fjárhagsáætlun sem fylgt er eftir meðan á verkefninu stendur. Það getur skipt sköpum fyrir niðurstöður og ákvarðanir sem þarf að taka að hafa reglulegt eftirlit með fjármálum verkefnisins. KOMUM sér um alla reikninga við birgja, VSK og uppgjör verkefnisins þegar því er lokið.

Markaðsmál

Það er mikilvægt að ná til allra hugsanlegra samstarfsaðila, sýnenda, styrktaraðila og annarra markhópa fyrir viðburðinn. KOMUM ráðstefnur ráðleggur ykkur hvernig best sé að ná til þeirra.

Félagslegi þátturinn

Góð tengsl myndast oft á fundum og ráðstefnum. Þessi tengsl myndast oftar en ekki í móttöku, ráðstefnukvöldverði eða á öðrum atburðum sem tengjast viðburðinum. KOMUM hefur víðtæka reynslu þegar kemur að samsetningu félagslegrar dagskrár sem hentar hverjum viðburði fyrir sig. Við förum yfir óskir ykkar og aðstoðum gesti ykkar að eiga ógleymanlegar stundir sem stuðla að mikilvægum tengslum til frambúðar.