KOMUM ráðstefnur var stofnað árið 2021. Þó að fyrirtækið sé ungt byggist það á áratugalangri reynslu starfsfólks í ráðstefnuskipulagningu.
Starfsfólk KOMUM ráðstefna hefur komið að skipulagningu á hinum ýmsu ráðherrafundum, fundum á vegum Norðurskautsráðsins, Vestnorden Travel Mart, evrópsku tannréttingaþingi, alþjóðlegum og norrænum ráðstefnum og fundum, jafnt stórum sem smáum.