Af hverju Ísland?

Ráðstefnuaðstaða á Íslandi hefur tekið miklum jákvæðum stakkaskiptum á síðustu árum og stenst áfangastaðurinn Ísland fyrir alþjóðlegar ráðstefnur nú fyllilega samanburð við það besta á heimsvísu. Ekki aðeins hefur Ísland að bjóða aðstöðu í hæsta gæðaflokki í ráðstefnu- og tónlistarhúsinu Hörpu við gömlu höfnina í Reykjavík, heldur einnig virtar alþjóðlegar hótelkeðjur í næsta nágrenni ráðstefnuhússins.

En það er ekki aðeins fundar- og hótelaðstaðan, sem þarf að vera af háum gæðum, heldur þurfa spennandi og áhugaverðir afþreyingarmöguleikar fyrir ráðstefnugesti einnig að vera til staðar svo unnt sé að bjóða gestum tækifæri til að flétta saman vinnu og afþreyingu í sömu ferð og hámarka um leið ánægulega upplifun þeirra af landi og þjóð.

Ísland hefur að bjóða einstaka áfangastaði á heimsvísu, áhugaverða og einstaka náttúru, sögu og menningu. Ísland er fámennt en gjöfult og allt í senn strjálbýlt, harðbýlt og hátæknivætt og auk þess ríkt af náttúruauðlindum á borð við fallvötn, eldfjöll, heilnæmt drykkjarvatn og græna raforku. Allt er þetta hluti af séreinkennum lands og þjóðar sem erlendir gestir sækjast eftir að fá tækifæri til að kynnast. Þá skiptir sköpum fyrir ráðstefnulandið Ísland að helstu áfangastaðirnir eru í seilingarfjarlægð frá höfuðborginni sem skapar dýrmæt tækifæri til ráðstefnuhalds. Nægir að nefna hinn forna alþingisstað Íslendinga á Þingvöllum, listasöfn borgarinnar, flóru spennandi baðstaða í seilingarfjarlægð ásamt gjósandi hverum, hellum, jöklum, fossum og gufuaflsvirkjunum sem jafnframt sjá meirihluta þjóðarinnar fyrir heilnæmu vatni til húshitunar, þvotta og böðunar.

Tækfærin til upplifunar eru endalaus með ráðgjöf og aðstoð komum.

Hafðu samband í dag!